Fréttir | 22. apr. 2025

    Heimsókn frá Vopnafirði

    DODICI, lið Vopnafjarðarskóla, sem var að keppa á heimsmeistaramótí First Lego, heimsótti forseta á Bessastöðum ásamt kennurum og aðstoðarfólki. Hópurinn hefur náð ótrúlega góðum árangri í að búa til róbóta með legó og hafa unnið keppnina á Íslandi þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og verið einu sinni í öðru sæti. Þau stóðu sig frábærlega í keppninni sem nú fór fram í Houston í Texas og lagði áherslu á gerð róbota sem nýta má í haftengdum verkefnum.

    Þessi síða notar fótspor
    Skoða nánar