Forseti afhendir Garðyrkjuverðlaun ársins í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.
Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar hlutu hjónin Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir sem reka garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási.
Gróðurhúsið Bjarkarás sem rekið er af Ás styrktarfélagi var verðlaunað sem verknámsstaður garðyrkjunnar. Ræktunarstjóri og eigandi er Svava Rafnsdóttir garðyrkjufræðingur. Þá var Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur og stofnandi garðplöntustöðvarinnar Nátthaga í Ölfusi, sæmdur heiðursverðlaunum garðyrkjunnar.
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, afhenti Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2025 og þau hlutu Livefood vegna framlags til umhverfisvænnar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu.