• Forseti við útför Frans páfa í Páfagarði. Ljósmynd: Fréttastofa Vatíkansins
  • Forseti við útför Frans páfa í Páfagarði. Ljósmynd: Fréttastofa Vatíkansins
  • Frá útför Frans páfa í Páfagarði. Ljósmynd: Fréttastofa Vatíkansins
Fréttir | 26. apr. 2025

Útför páfa

Forseti sækir útför Frans páfa í Páfagarði. Frans páfi, hvers skírnarnafn var Jorge Mario Bergoglio, gegndi embætti páfa frá árinu 2013 og var um leið þjóðhöfðingi Vatíkansins, minnsta sjálfstæða ríkis heims. Frans lést á öðrum degi páska, 21. apríl síðastliðinn, 88 ára að aldri.

Útför hans fór fram á Péturstorginu í Páfagarði og sóttu hana yfir 250 þúsund manns, þar á meðal fjöldi þjóðhöfðingja. Með í fylgd forseta til Rómar voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Genf og gagnvart Páfagarði.

Áður hafði forseti sent samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til forseta kardínálaráðs Páfagarðs. Í bréfinu sagði forseti meðal annars að páfa verði minnst fyrir sterka réttlætiskennd hans og þjónustu í þágu mannkyns og að margir Íslendingar hafi minnst páfa.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar