Fréttir | 17. júlí 2024

Þverárrétt og síðasti hreppstjóri landsins

Forseti tekur á móti Halldóri Kr. Jónssyni og Áslaugu S. Guðmundsdóttur, hjónum á Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi, ásamt dóttur þeirra Önnu Rún. Forseti endurgalt þannig gestrisni þeirra hjóna þegar hann dró fé í dilka í Þverárrétt fyrir sjö árum og naut veitinga á Þverá.

Halldór er hreppstjóri í heimabyggð, sá síðasti sem gegnir því forna embætti á landinu. Sjá nánar hér á vef Bændablaðsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar