Ferð til Seattle 3.-5. maí 2018
Heimsókn til Seattle í tilefni af opnun Norræna safnsins.
-
Forseti situr fyrir svörum hjá Jacqueline Miller, forseta World Affairs Council í Seattle, í húsakynnum Amazon. -
Forseti svarar spurningum fundargesta hjá World Affairs Council. -
Forseti tekur við gjöf frá vinafélagi Seattle og Reykjavíkur. -
Eliza Reid forsetafrú flytur ávarp á fundi Íslandsstofu um ferðaþjónustu á Íslandi. -
Stjórnendur hjá Microsoft taka á móti forseta og fylgdarliði við komuna í höfuðstöðvar fyrirtækisins í Redmond. -
Frá fundinum í Microsoft þar sem rætt var um stöðu íslenskrar tungu í hugbúnaði frá Microsoft. -
Forseti skoðar hugbúnað Microsoft sem breytir töluðu máli í skrifað. -
Eliza Reid forsetafrú ávarpar þátttakendur í málstofu Norræna safnsins í Seattle. -
Forsetahjónin skoða kynningarstofu Bill and Melinda Gates Foundation. -
Sagt frá góðum árangri í baráttunni við lömunarveiki og Gíneuorm. -
Mark Suzman, framkvæmdastjóri Bill and Melinda Gates Foundation, segir forsetahjónum frá starfsemi félagsins. -
Forsetahjón ásamt stjórnendum Marels í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Seattle. -
Forseti skoðar verksmiðju Marels í Seattle ásamt fylgdarliði. -
Forseti ávarpar gesti Íslenska sjávarklasans í húsakynnum Marels í Seattle. -
Forsetahjón skoða nýja sýningu Norræna safnsins í Seattle ásamt Mary, krónprinssessu Dana. Ljósmynd: Nordic Museum, Seattle. -
Frá heimsókn á nýja sýningu Norræna safnsins. Ljósmynd: Nordic Museum, Seattle. -
Yfirlitsmynd úr safninu nýja. Ljósmynd: Nordic Museum, Seattle. -
Forseti svarar spurningum fjölmiðla í Norræna safninu í Seattle. -
Forseti og forsetafrú heilsa upp á Trónd Patursson, myndlistarmann frá Færeyjum en fuglastyttur hans skipa veglegan sess í hinu nýja safni. -
Forseti og forsetafrú ræða við Jay Inslee, ríkisstjóra Washingtonfylkis, í Norræna safninu í Seattle. -
Forseti ávarpar gesti við hátíðarkvöldverð Norræna safnsins í Seattle. -
Forseti flytur ávarp sitt í Norræna safninu. Ljósmynd: Nordic Museum, Seattle. -
Forsetahjón koma til fundar við karlakórinn Fóstbræður, maka kórfélaga og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við Puget sund. -
Félagar í Fóstbræðrum syngja fyrir Elizu Reid forsetafrú í tilefni af afmæli hennar. -
Forsetahjónin ræða við kórfélaga hjá minnismerkinu um Leif Eiríksson. -
Forseti ávarpar gesti við opnunarathöfn Norræna safnsins í Seattle. -
Forseti flytur opnunarávarp við Norræna safnið í Seattle. -
Klippt á borða í hátíðlegri opnunarathöfn Norræna safnsins í Seattle. -
Forseti ávarpar gesti og kynnir lag á örtónleikum Fóstbræðra í Norræna safninu í Seattle.