Opinber heimsókn á Höfn í Hornafirði
Forsetahjón fara í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands á Höfn í Hornafirði. Ferðin stóð í tvo daga og á fyrri deginum heimsóttu forsetahjón helstu stofnanir og fyrirtæki í þéttbýlinu á Höfn í Hornafirði, en á seinni deginum var farið um Suðursveit og Öræfi.


















































































