Sagan

Bessastaðir eiga sér merka sögu. Á 13. öld voru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, á næstu öldum eru þeir aðsetur embættismanna, hýsa þvínæst helstu menntastofnun þjóðarinnar og heimili merkra rithöfunda en verða loks aðsetur þjóðhöfðingja.

Saga Bessastaða á 20. öld tengist umfram allt því að þar hefur aðsetur forseta Íslands verið frá því stofnað var til embættisins árið 1944. Hér má lesa nánar um sögu Bessastaða, um fornleifauppgröft þar, um fyrri forseta lýðveldisins og um það safn gjafa sem nú er varðveitt á Bessastöðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar