Kristján Eldjárn
Þriðji forseti lýðveldisins, Kristján Eldjárn, var fæddur 6. desember 1916 og lést 14. september 1982. Eiginkona hans Halldóra Eldjárn var fædd 24. nóvember 1923 en lést 21. desember 2008.
Kristján var kjörinn forseti 30. júní 1968, endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1972 og 1976 en lét af embætti 1980. Hann varð stúdent árið 1936 og nam fornleifafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1936-1939. Meistarapróf í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1944 og doktorspróf frá sama skóla 1957. Fjallaði ritgerð hans um kuml og haugfé í fornum sið á Íslandi. Hann skrifaði bækur um fornleifafræði, hélt fyrirlestra um fræði sín og ritaði fjölda greina um fornfræðileg efni. Kristján var kjörinn heiðursdoktor við háskólana í Aberdeen 1970, Lundi 1970, Odense 1974, Bergen 1975, Leningrad 1975 og Leeds 1978.
Hann var kennari við Menntaskólann á Akureyri og Stýrimannaskólann í Reykjavík, varð safnvörður við Þjóðminjasafn Íslands 1945 og skipaður þjóðminjavörður 1947. Gegndi hann því embætti til ársins 1968 er hann var kjörinn forseti.
Myndasyrpa frá forsetatíð Kristjáns Eldjárns.
Innsetningarræður
Áramótaávörp
- 01.01.1980 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1980
- 01.01.1979 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1979
- 01.01.1978 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1978
- 01.01.1977 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1977
- 01.01.1976 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1976
- 01.01.1975 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1975
- 01.01.1974 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1974
- 01.01.1973 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1973
- 01.01.1972 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1972
- 01.01.1971 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1971
- 01.01.1970 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1970
- 01.01.1969 Nýársávarp Kristjáns Eldjárns 1. janúar 1969