Ólafur Ragnar Grímsson
Fimmti forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur 14. maí 1943. Ólafur varð stúdent árið 1962, lauk BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970.
Ólafur Ragnar var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og prófessor í sömu grein árið 1973. Hann er höfundur fjölda fræðigreina og ritgerða sem birst hafa í íslenskum og erlendum tímaritum.
Ólafur Ragnar stjórnaði um tíma útvarps- og sjónvarpsþáttum og sat í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1966-1973 og í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1971-1973. Hann sat á Alþingi sem varaþingmaður 1974 og 1975 fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og var þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið á árunum 1978-1983 og fyrir Reyknesinga 1991-1995. Hann starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans 1983-1985 og var formaður Alþýðubandalagsins 1987-1995. Á árunum 1988-1991 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Ólafur Ragnar hefur sinnt ýmsum öðrum félags- og nefndarstörfum innanlands en einnig má geta þess að hann var formaður og síðar forseti alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-1990 og sat í stjórn samtakanna til ársins 1996. Einnig sat hann í stjórn friðarfrumkvæðis sex þjóðarleiðtoga 1984-1989.
Ólafur Ragnar hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, svo sem Friðarverðlaun Indiru Gandhi árið 1987, The Robert O. Anderson Sustainable Arctic Award frá Institute of the North í Alaska 2007, Jawaharlal Nehru Award for International Understanding sem forseti Indlands afhenti árið 2010, gullmerki American-Scandinavian Foundation 2014 og Walter J. Hickel orðuna 2015. Ólafur Ragnar var kjörinn heiðursdoktor frá háskólanum í Ås í Noregi 1997, háskólanum í Manchester 2001, Ríkisháskólanum í Ohio árið 2009, Laval háskólanum í Québec árið 2015 og Kookmin háskólanum í Seoul einnig árið 2015.
Fyrri kona Ólafs Ragnars var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Hún var fædd 14. ágúst 1934 og lést 12. október 1998. Síðari kona hans er Dorrit Moussaieff skartgripahönnuður, fædd 12. janúar 1950.
Myndasyrpa frá forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar.
Vefsíða embættis forseta Íslands í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar.
Innsetningarræður
- 01.08.2012 Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar við innsetningu í embætti forseta Íslands 1. ágúst 2012
- 01.08.2008 Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar við innsetningu í embætti forseta Íslands 1. ágúst 2008
- 01.08.2004 Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar við innsetningu í embætti forseta Íslands 1. ágúst 2004
- 01.08.2000 Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar við innsetningu í embætti forseta Íslands 1. ágúst 2000
- 01.08.1996 Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar við innsetningu í embætti forseta Íslands 1. ágúst 1996
Áramótaávörp
- 01.01.2016 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2016
- 01.01.2015 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2015
- 01.01.2014 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2014
- 01.01.2013 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2013
- 01.01.2012 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2012
- 01.01.2011 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2011
- 01.01.2010 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2010
- 01.01.2009 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2009
- 01.01.2008 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2008
- 01.01.2007 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2007
- 01.01.2006 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2006
- 01.01.2005 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2005
- 01.01.2004 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2004
- 01.01.2003 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2003
- 01.01.2002 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2002
- 01.01.2001 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2001
- 01.01.2000 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 2000
- 01.01.1999 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 1999
- 01.01.1998 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 1998
- 01.01.1997 Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar 1. janúar 1997