Fréttapistill | 14. jan. 2024

Enn er hafið eldgos

Enn er eldgos hafið í grennd við Grindavík. Enn erum við minnt á ægimátt náttúruaflanna. Og enn vonum við það besta um leið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja líf fólks. Þökkum fyrir hve vel gekk að rýma bæinn. Svo reynum við að verja mannvirki eftir bestu getu. Saman hugsum við Íslendingar hlýtt til Grindvíkinga og allra sem sinna almannavörnum og aðgerðum á vettvangi. Nú reynir á okkur öll.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 14. janúar 2024.

  • Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn að gosstöðvunum á Reykjanesi til að meta umfang gossins sem hófst í nágrenni Grindavíkur í morgun. Áhöfnin á varðskipinu Þór er sömuleiðis í viðbragsstöðu við bæinn. Ljósmynd: Landhelgisgæsla Íslands
  • Ljósmynd: Almannavarnir
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar