Fréttapistill | 30. júlí 2024

Síðasta móttakan á Bessastöðum

Fyrr í dag nutum við Eliza þess heiðurs að taka á móti fólki sem hefur unnið að gerð varnargarða og sinnt annarri verndun innviða í og við Grindavík síðustu misseri. Tugir fyrirtækja, stórra sem smára, hafa komið að þessari vinnu og sáu um 300 starfsmenn þeirra sér fært að koma til Bessastaða í dag. Við náðum að þakka hverjum og einum fyrir þeirra mikla framlag í þágu Grindvíkinga og þjóðarinnar allrar.

Mikilsvert var að heyra lýsingar á kappi við tímann hjá glóandi eldvegg, nú eða á nýstárlegum leiðum til að laga lagnir og leggja nýjar um úfið hraun. Þetta var síðasta móttaka okkar á Bessastöðum. Við hefðum vart getað hugsað okkur betri gesti á þjóðhöfðingjasetrið við þau tímamót.

Myndasafn frá móttökunni.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 30. júlí 2024.

  • Við Bessastaðastofu í lok síðustu gestamóttökunnar þar. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
  • Síðasta gestamóttakan á Bessastöðum. Tekið á móti fólki sem hefur unnið að gerð varnargarða og annarri verndun innviða í og við Grindavík síðustu misseri. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
  • Síðasta gestamóttakan á Bessastöðum. Tekið á móti fólki sem hefur unnið að gerð varnargarða og annarri verndun innviða í og við Grindavík síðustu misseri. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
  • Síðasta gestamóttakan á Bessastöðum. Tekið á móti fólki sem hefur unnið að gerð varnargarða og annarri verndun innviða í og við Grindavík síðustu misseri. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
  • Síðasta gestamóttakan á Bessastöðum. Tekið á móti fólki sem hefur unnið að gerð varnargarða og annarri verndun innviða í og við Grindavík síðustu misseri. Ljósmynd/Una Sighvatsdóttir
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar