Kæru vinir,
Við erum öll harmi slegin vegna skelfilega sorglegra atburða sem átt hafa sér stað í okkar samfélagi og eru óbærilegir og ólíðandi. Við verðum að ráðast að rótum vandans - saman! Hvert og eitt okkar hefur þar hlutverk. Ég hef átt fjölda funda og samtala undanfarnar vikur um nauðsynlegar úrbætur í kerfinu - og þær eru sem betur fer margar á borðinu! En kerfisbreytingar duga ekki til - við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Þetta er ákall og ósk foreldra Bryndísar Klöru og um það hefur verið stofnaður minningarsjóður sem ég er verndari fyrir. Ég biðla til ykkar í dag um að leggja það sem þið getið af mörkum:
- Takið utanum ykkur sjálf og börnin ykkar. Kyrrðarstund í Lindakirkja (þgf) í dag er góður staður til slíks og matarborðið heima er það líka. Verum saman og tölum saman (og ekki bara í gegnum skjái og samfélagsmiðla, þó ég nýti þennan með trega til þess að biðla til ykkar)
- Leitið leiða til að vera sjálf "riddarar kærleikans" - veljið orðin ykkar vel - talið af mennsku og virðingu við og um aðra. Réttið út hönd þar sem þið vitið að þess er þörf.
- Leggið minningarsjóði Bryndísar Klöru til það sem þið eruð aflögufær um. Sjóðurinn mun styðja við fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig!
- Hægt er að leggja inná reikning 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.
- Ég tel fátt mikilvægara en að unga fólkið okkar fái sjálft að móta hugmyndir um hvernig við gerum betur og er að beita mér - með þeim og fyrir þau. Ég hvet ykkur að lokum til að hlusta á þau, læra af þeim og hvetja þau og styðja með mennsku og kærleik. Ég vonast til að sjóðurinn geti stutt við þau í þeirri viðleitni og trúi því að okkar samfélag muni koma saman á sorgarstundu, draga línu í sandinn og stefna í betri átt. Við getum og verðum að vera breytingin sem við viljum og þurfum að sjá í okkar samfélagi.
Nánar hér: https://www.mbl.is/.../06/minnast_bryndisar_kloru_a_morgun/
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 7. september 2024.