Það hefur verið afar ánægjulegt að vinna með íslenska kokkalandsliðinu á tveimur stórum atburðum í október. Eitt af markmiðum Íslenska kokkalandsliðsins er að vera leiðandi kraftur í að styrkja fagmannlega matreiðslu, auka áhuga ungmenna á matreiðslu og vera fyrirmynd í íslenskri matarhefð.
Gestum í móttöku til heiðurs dönsku konungshjónunum í Kaupmannahöfn og gestum á þingi Norðurlandaráðs var boðið upp á rétti úr íslensku úrvalshráefni. Lagt var upp með að vinna með hráefni í takt við árstíðina og segja sögu af uppruna hráefnisins.
Ég er stolt af okkar einstaka hráefni og matreiðslufólki 🙏🥰🇮🇸 Matseðilinn af þingi Norðurlandaráðs má finna á vefsíðu embættisins.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 31. október 2024.