Fréttapistill | 11. nóv. 2024

Einstök samverustund í Grindavík

Einstök samverustund í Grindavík í gær. Enginn sem ekki hefur gengið í gegnum slíkar hamfarir getur sett sig í spor Grindvíkinga. En öll getum við sýnt stuðning og samstöðu í verki og þakkað fyrir að búa í samfélagi sem sýnir hvað í okkur býr þegar reynir á 🙏🥰

Mér þótti vænt um að Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, kom með okkur til Grindavíkur og var eins og við full aðdáunar yfir þeirri seiglu og samstöðu sem Grindvíkingar hafa sýnt við fordæmalausar aðstæður. Fleiri myndir og kveðju mína til Grindvíkinga má finna á forseti.is

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 11. nóvember 2024.

  • Með Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur, og Hrafnhildi Rósu Kristjánsdóttur, eiginkonu hans, á samverustund í Grindavíkurkirkju. Ljósmynd: Ingibergur Þór Jónasson
  • Samverustund í Grindavíkurkirkju þegar ár er liðið frá því að rýma þurfti bæinn vegna eldsumbrota. Ljósmynd: Ingibergur Þór Jónasson
  • Samverustund í Grindavíkurkirkju þegar ár er liðið frá því að rýma þurfti bæinn vegna eldsumbrota. Ljósmynd: Ingibergur Þór Jónasson
  • Ávarp á samverustund í Grindavíkurkirkju þegar ár er liðið frá því að rýma þurfti bæinn vegna eldsumbrota. Ljósmynd: Ingibergur Þór Jónasson
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar