Fréttapistill | 16. nóv. 2024

Til hamingju með dag íslenskrar tungu!

Til hamingju með dag íslenskrar tungu, öllsömul! Íslenskan er frábært tungumál sem sennilega hefur aldrei verið notað af fleirum en nú og því skulum við fagna. Íslenskan tekur líka á sig ýmsar myndir, eins og sást svo vel í dag. Í tilefni dagsins eru komin út fjögur ný lög sem samin voru á íslensku af þekktu tónlistarfólki í samvinnu við ungmenni um allt land. Verkefnið nefnist Málæði og afraksturinn er frábær. Ég mæli með hlustun á lögin og leyfi mér að vekja athygli hér á einu þeirra, sem heitir Riddari kærleikans. GDRN flytur, en þennan einstaklega fallega texta ortu nemendur í grunnskólanum á Hofsósi, þær Dagmar Helga og Valgerður Rakel. Takk fyrir að breiða út kærleiksboðskapinn, stelpur!

Lagið má finna hér.

Í dag opnaði líka langþráð sýning á handritunum okkar í Eddu, húsi íslenskunnar. Ég hvet ykkur öll til að fara og skoða þessa einstöku dýrgripi og hlakka til að gera það sjálf. Svona lifir íslenskan áfram, bæði í handritunum og með ungu kynslóðinni.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 16. nóvember 2024.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar