Fréttapistill | 18. nóv. 2024

Sýnum ábyrgð í umferðinni

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa fór fram í gær og tók ég þátt í minningarathöfn við þyrlupallinn hjá Landspítalanum í Fossvogi af því tilefni. Hér á Íslandi hefur þróunin verið jákvæð til lengri tíma litið og banaslysum fækkað. Engu að síður er það staðreynd að á síðasta ári var samanlagður fjöldi þeirra sem lést eða slasaðist alvarlega í umferðinni sá mesti sem verið hefur á þessari öld.

Hverjum þeim sem slasast eða lætur lífið í umferðinni fylgir fjöldi ástvina í sárum. Við minntumst þeirra með mínútu þöng um landið allt í gær, en saman skulum við stefna að því að þeim fækki í framtíðinni sem bera þurfi þennan harm. Sýnum ábyrgð í umferðinni, kæru landsmenn.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 18. nóvember 2024.

  • Athöfn við þyrlupallinn hjá Landspítalanum í Fossvogi í tilefni af Alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Ljósmynd: Samgöngustofa/Einar Magnús Magnússon.
  • Athöfn við þyrlupallinn hjá Landspítalanum í Fossvogi í tilefni af Alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Ljósmynd: Samgöngustofa/Einar Magnús Magnússon.
  • Athöfn við þyrlupallinn hjá Landspítalanum í Fossvogi í tilefni af Alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Ljósmynd: Samgöngustofa/Einar Magnús Magnússon.
  • Athöfn við þyrlupallinn hjá Landspítalanum í Fossvogi í tilefni af Alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Ljósmynd: Samgöngustofa/Einar Magnús Magnússon.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar