Fréttapistill | 20. nóv. 2024

Alþjóðadagur barna

Í dag er Alþjóðadagur barna og það gladdi mig að geta haldið daginn í heiðri með því að afhenda viðurkenningu sem Barnaheill - Save the Children á Íslandi veita árlega fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.

Í ár voru í fyrsta sinn tvær viðurkenningar veittar. Aðra þeirra hlaut Flotinn - flakkandi félagsmiðstöð, sem styður við unglinga í viðkvæmri stöðu. Hina hlaut Andrea Þórunn Björnsdóttir, eða „amma Andrea", sem er mörgum kunn á Akranesi og víðar fyrir góðmennsku sína og náungakærleik í garð barnafjölskyldna.

Til hamingju aftur og takk fyrir öll ykkar ósérhlífnu störf í þágu barnanna okkar. Velferð barna á að vera forgangsmál hvers samfélags.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 20. nóvember 2024.

  • Með handhöfum viðurkenningar Barnaheilla 2024 ásamt Tótlu I. Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, formanni stjórnar Barnaheilla.
  • Karen Rún Helgadóttir og Hjörleifur Steinn Þórisson frá Flotanum - flakkandi félagsmiðstöð, taka á móti viðurkenningu Barnaheilla 2024.
  • Andrea Þórunn Björnsdóttir tekur á móti viðurkenningu Barnaheilla 2024.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar