Fréttapistill | 21. nóv. 2024

Enn er hafið eldgos

Enn er hafið eldgos á Reykjanesskaga, það sjöunda á tæpu ári. Við fylgjumst nú með framgangi þess og vonum að tjónið verði sem minnst, þótt ljóst sé að hraun hafi flætt yfir Grindavíkurveg snemma í morgun og nálgist nú Njarðvíkuræð. Blessunarlega gekk vel að rýma Grindavík og Bláa lónið og megum við þakka fyrir fumlaus vinnubrögð viðbragðsaðila og sérfræðinga, í góðu samstarfi við íbúa.

Kannski má segja að við Íslendingar séum orðin sjóuð í slíkum hamförum, en við venjumst þeim aldrei og allra síst þau sem standa þeim næst. Verum áfram á varðbergi og hlúum vel hvert að öðru.

Myndin var tekin í vísindaflugi Almannavarna yfir gossprungunni í nótt.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar