Sendiherrar þriggja landa afhentu trúnaðarbréf sín á Bessastöðum í gær. Alejandra del Río Novo er nýr sendiherra Spánar með aðsetur í Ósló og Sheikh Abdullah bin Mohammed Saud Al-Thani er nýr sendiherra Katar með aðsetur í London. Loks afhenti Rashmi Ravindra trúnaðarbréf sitt sem nýr sendiherra Indlands á Íslandi og tók ég þá einnig á móti starfsfólki indverska sendiráðsins í Reykjavík auk fulltrúa úr íslensku samfélagi sem sinna samskiptum Íslands og Indlands.
Fyrr í vikunni átti ég svo kveðjufund með Ryotaro Suzuki, fráfarandi sendherra Japans sem lýkur senn störfum hér á landi. Ég þakka þessum sendiherrum öllum fyrir þjónustu þeirra hér fyrir hönd síns heimalands og óska þeim alls hins besta.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 28. nóvember.