Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru til umfjöllunar á viðburði sem ég tók þátt í á vegum Háskóla Íslands í vikunni. Nánar tiltekið ræddum við markmið 16 um frið og réttlæti í heiminum, sem fjallar meðal annars um að draga verði úr hvers kyns ofbeldi.
Ég nálgaðist viðfangsefnið út frá stöðu og þróun mála tengdum ofbeldi meðal barna og ungmenna, í sófaspjalli mínu við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur, forstöðumann Sjálfbærnistofnunar HÍ. Hvaða viðhorfsbreytingar þurfa að verða gagnvart málaflokknum og hvernig getur samfélagið betur stutt við börn og ungmenni? Viðfangsefnið er verðugt og ég þakka Jóni Atla háskólarektor og öllum þeim sem tóku þátt fyrir góðar umræður. Sjá má upptöku af viðburðinum hér: https://vimeo.com/event/4739728
Þetta var fyrsta lotan í nýrri viðburðaröð Háskóla Íslands um brýnustu verkefni og áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir og ég hvet öll sem áhuga hafa til að fylgjast með framhaldinu. Saman getum við stuðlað að bættri heimsmynd.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 29. nóvember.
Sjá frétt: HÍ og heimsmarkmiðin.