Fréttapistill | 09. des. 2024

Heimur í orðum

Á fullveldisdaginn (1. des) heimsóttum við hjónin Eddu, hús íslenskunnar, og skoðuðum handritasýninguna langþráðu. Sýningin heitir „Heimur í orðum" en mig skortir eiginlega orð til að lýsa hughrifunum sem við urðum fyrir við að skoða þessa dýrgripi sem opna gátt inn í uppruna og sögu þjóðarinnar.

Okkur ber skylda til að varðveita handritin og miðla efni þeirra áfram á milli kynslóða með lifandi hætti. Það tekst svo sannarlega vel á þessari frábæru sýningu sem ég hvet ykkur öll til að skoða og njóta!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 9. desember 2024.

  • Konungsbók eddukvæða til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar. Ljósmynd: Sigurður Stefán Jónsson
  • Leiðsögn um handritasýninguna „Heimur í orðum". Ljósmynd: Sigurður Stefán Jónsson
  • https://www.facebook.com/photo?fbid=1006211107984936&set=pcb.1006235704649143
  • Leiðsögn um handritasýninguna „Heimur í orðum". Ljósmynd: Sigurður Stefán Jónsson.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar