Fréttapistill | 16. des. 2024

Barnabækur á Bessastöðum

Ég fékk góða gjöf þegar ég heimsótti rithöfundasambandið í Gunnarshúsi í síðustu viku því SÍUNG - Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, færðu mér þar fullan kassa með nýjustu bókunum sem gefnar voru út fyrir ungu kynslóðina á árinu.

Gjöfin rataði beint í bókasafnið á Bessastöðum og verður þar aðgengileg ungum gestum á öllum aldri sem njóta yndislesturs. Um helgina héldum við jólaball þar sem bókakassinn var vel þeginn, bæði meðal barna og jólasveina!

Það er ómetanlegt að gefnar séu út nýjar barna- og ungmennabækur árlega sem endurspegla veruleika barnanna okkar. Ég vona að sem flest börn fái bók í jólapakka þetta árið og að við fullorðna fólkið gefum okkur gæðastund til að lesa með þeim.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 16. desember.

  • Vegleg bókagjöf frá fulltrúum SÍUNG - Sambands íslenskra barna- og unglingabókahöfunda í Gunnarshúsi. Ljósmynd: Sigtryggur Ari
  • Barnabókahorn á jólaballi á Bessastöðum.
  • Barnabókahorn á jólaballi á Bessastöðum.
  • Barnabókahorn á jólaballi á Bessastöðum.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar