Fréttapistill | 18. des. 2024

Útskrift hjá Hringsjá

Mér þótti vænt um að fá að samfagna nemendum Hringsjár, náms- og starfendurhæfingar, á útskrift þeirra og uppskeruhátíð í gær þar sem ég flutti ávarp og afhenti viðurkenningar. Hringsjá er ætluð fólki 18 ára og eldri sem hefur verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annnarra áfalla. Starfsemin felst í að veita einstaklingum hjálp til sjálfshjálpar og árangurinn af því kemur sannarlega öllu samfélaginu til góða.

Alls útskrifuðust 19 nemendur núna eftir þriggja anna nám og flest þeirra hafa þegar skipulagt áframhaldandi nám eða atvinnuþátttöku. Innilega til hamingju aftur, öllsömul!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 18. desember 2024.

  • Útskrift hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu.
  • Útskrift hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu.
  • Útskrift hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu.
  • Útskrift hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu.
  • Útskrift hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu.
  • Útskrift hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar