Á dögunum heimsótti ég Samtökin '78 að félagsheimili þeirra í Reykjavík og ræddi við þau stöðuna í hinsegin málefnum á Íslandi og á heimsvísu. Um leið tók ég við kyndlinum af forvera mínum á forsetastóli sem verndari Samtakanna '78. Okkur sem treyst er fyrir áhrifastöðum í samfélaginu ber skylda til að tala fyrir frelsi og mannréttindum og það er mér sannur heiður að vera forseti hinsegin fólks rétt eins og allra annarra.
Í lok heimsóknar færðu fulltrúar Samtakanna mér að gjöf fyrsta eintakið af „Hýrasta jólatrénu", sem selt var í fjáröflunarskyni fyrir mikilvæg málefni. Skrautið prýðir nú jólatréð á Bessastöðum og sómir sér þar vel í öllum regnbogans litum á hátíð kærleika og samkenndar. Gleðilega hátíð!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 27. desember 2024.