Við fjölskyldan höfum notið þess að halda jólin á Bessastöðum í fyrsta skipti, en hátíðarnar eru um margt öðruvísi í lífi forseta, ekki síst áramótin. Um þetta ræddi ég meðal annars í Mannlega þættinum á Rás 1 á aðfangadag, en áhugasöm geta lesið og hlustað á viðtalið hér:
Um leið má benda áhugasömum á viðtal sem ég veitti á ensku í hlaðvarpinu ReThinking með prófessor Adam Grant. Þar tala ég meðal annars um efasemdirnar sem við tökumst öll á við og hvernig þær geta styrkt leiðtoga og minnt okkur á mikilvægi þess að hlusta og spyrja spurninga.
Hlaðvarp Adam Grant er á Spotify hér: https://open.spotify.com/episode/5owQOMFho71gi1bo6a1psb
En enduritið má lesa hér:
https://www.ted.com/podcasts/ted.com/podcasts/befriending-your-impostor-syndrome-with-icelands-president-halla-tomasdottir-transcript
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 28. desember 2024.