Fréttapistill | 02. jan. 2025

Hin íslenska fálkaorða

Hin íslenska fálkaorða er jafnan veitt tvisvar á ári við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, þann 17. júní og á nýársdag 1. janúar. Í gær var því mín fyrsta orðuveiting og það var einstök ánægja að fá að sæma fjórtán Íslendinga þessu æðsta heiðursmerki íslenska ríkisins. Þau eru fulltrúar ólíkra hópa í samfélaginu en eiga það öll sameiginlegt að hafa skarað framúr, hvert á sínu sviði, samfélaginu til góðs. Hjartanlega til hamingju, öllsömul!

Ég vil líka þakka orðunefnd fyrir vel unnin störf, en þau vinna úr miklum fjölda tilnefninga sem berast allt árið um kring um verðuga orðuhafa. Nánari upplýsingar um orðuhafa og um störf orðunefndar má lesa á forseti.is

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 2. janúar 2025.

  • Ljósmynd: Eyþór Árnason
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar