Fátt er jafnlærdómsríkt og ferlið við að gerast frumkvöðull. Að virkja sköpunarkraftinn til að móta nýja hugmynd og starfa saman í hópi ólíkra einstaklinga við að hrinda þeirri nýsköpun í framkvæmd. Þar tala ég af reynslu, sem ég fékk tækifæri til að miðla af á opnunarviðburði fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla, Junior Achievement Iceland, í Háskólinn í Reykjavík um helgina. Um 700-800 framhaldssólanemendur taka þátt í fyrirtækjasmiðjunni um allt land nú á vorönn.
Í opnunarávarpinu hvatti ég unga frumkvöðla til þess að hafa í huga hvort nýsköpun þeirra sé til þess fallin að leysa vandamál og bæta líðan fólks eða gangverk samfélagsins. Því ég er sannfærð um að fyrirtæki sem eru byggð á grunni góðs tilgangs og gilda ná lengra - og gefa jafnframt meira af sér. Það var sérlega áhugavert að hlýða á fjölbreytt erindi frá vinningshöfum fyrri ára í fyrirtækjasmiðjunni. Framtíðin er björt með lausnamiðaða frumkvöðla að störfum!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 13. janúar 2025.