Fréttapistill | 09. feb. 2025

Þakkir fyrir skemmtilegt kvöld

Við tókum á móti gestum á opnu húsi á Bessastöðum í tilefni af Safnanótt á föstudagskvöld. Viðburðurinn var fjölsóttur og komu ríflega 800 manns í heimsókn.
Gestir nutu leiðsagnar nemenda í sagnfræði við Háskóla Íslands og starfsmanna embættisins auk þess sem starfsmaður frá Listasafni Íslands gerði grein fyrir þeim málverkum sem prýða nú staðinn. Við hjónin þökkum fyrir skemmtilegt kvöld með sérstökum kveðjum til allra barnanna sem færðu okkur falleg bréf og gjafir og fjölmörg knús.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 9. febrúar 2025.

  • Þessa fallegu mynd færði Hlynur (Hlynsi) mér, en hann er 10 ára gamall. Með myndinni fylgdi ógleymanlegt bréf.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar