Hamingjuóskir til allra nýsveina og meistara þeirra sem hlutu verðlaun fyrir afburðaárangur á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins um helgina. Ég naut þeirrar ánægju að fá að ávarpa athöfnina og afhenda viðurkenningar, því forseti Íslands hefur verið verndari Nýsveinahátíðarinnar frá upphafi, í hartnær 20 ár. Í ávarpi mínu ítrekaði ég verðmæti öflugrar iðnmenntunar og sagði meðal annars sögur af pabba pípara.
Við sama tilefni var Jóni Albert Kristinssyni, bakarameistara og kökugerðarmanni, veitt viðurkenningin Heiðursiðnaðarmaður félagsins 2025 fyrir vel unnin störf og fyrir að stuðla að framgangi iðnar og iðnmenntunar. Hjartanlega til hamingju og takk fyrir mikilsvert framlag!
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 10. febrúar 2025.