Fréttapistill | 13. feb. 2025

Ljáðu mér vængi

Ég naut þeirrar einskæru ánægju að heimsækja sýninguna Ljáðu mér vængi ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta okkar. Sýningin er helguð ævi hennar og störfum og ljósi varpað á áhrif hennar jafnt á Íslandi sem og í alþjóðlegu samhengi og þau mál sem hún hefur beitt sér fyrir, bæði sem forseti Íslands og síðar sem velgjörðarsendiherra UNESCO.

Sýningin er til húsa í gömlu Loftskeytastöðinni við Suðurgötu í Reykjavík og er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Vigdísarstofnunar. Það er virkilega vel að henni staðið og ég hvet ykkur til að skoða Ljáðu mér vængi og fræðast um arfleifð þessarar merku konu sem við erum öll svo stolt af.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta þann 13. febrúar 2025.

  • Heimsókn á sýninguna Ljáðu mér vængi sem helguð er lífi og störfum Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.
  • Heimsókn á sýninguna Ljáðu mér vængi sem helguð er lífi og störfum Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.
  • Heimsókn á sýninguna Ljáðu mér vængi sem helguð er lífi og störfum Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.
  • Heimsókn á sýninguna Ljáðu mér vængi sem helguð er lífi og störfum Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar