Í dag komu erlendir sendiherrar búsettir á Íslandi til hádegisverðar á Bessastöðum. Við áttum innihaldsríkar samræður um stöðu heimsmála yfir hádegisverði sem nemendur í matreiðslu við Menntaskólann í Kópavogi framreiddu og nýttu til þess úrvals íslenskt hráefni. Máltíðin vakti mikla lukku og samtalið var lærdómsríkt.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 19. febrúar 2025.