Fréttapistill | 21. feb. 2025

Trú- og lífsskoðunarfélög

Í gær ávarpaði ég stofnfund merkra samtaka þegar Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga var formlega stofnaður með aðild 27 slíkra félaga á Íslandi. Í lögum samtakanna segir að tilgangur þeirra sé „að stuðla að umburðarlyndi og virðingu meðal fólks í ýmsum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum."

Í ávarpi mínu óskaði ég samtökunum farsældar við að breiða út kærleika, mennsku, virðingu og umburðarlyndi. „Megið þið ganga veginn til góðs og vera hverju öðru og samfélagi okkar öllu styrkur og stoð. Megið þið öll bætast í raðir okkar sem höfum ákveðið að vera riddarar kærleikans og mæta þannig krefjandi tímum með því að breiða út umhyggju, ljós og hlýju," sagði í ávarpi mínu, sem má lesa í heild á forseti.is.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 21. febrúar 2025.

  • Ljósmynd: Lárus Bjarnason
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar