Fréttapistill | 23. feb. 2025

Gleðilegan konudag!

Gleðilegan konudag! Kaka ársins er að venju kynnt til leiks í bakaríum um allt land á konudaginn, fyrsta sunnudegi í góu. Landsamband bakarameistara kom færandi hendi á Bessastaði með fyrsta eintakið, í tilefni þess að 30 ár eru nú liðin síðan fyrsta kaka ársins var kynnt. Höfundur kökunnar í ár er Arnór Ingi Bergsson hjá Bakaranum á Ísafirði og óskum við honum innilega til hamingju með þetta hnossgæti!

Við hjónin getum staðfest að kakan rennur ljúflega niður og hvetjum ykkur til að prófa. Hún minnir mig einna helst á bananatertu sem amma bakaði gjarnan og var alltaf uppáhaldstertan mín - nema þetta er svona nútímaútgáfa. Gleðilega góu og takk fyrir okkur!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 23. febrúar 2025.

  • Karítas Sveina Guðjónsdóttir
  • Karítas Sveina Guðjónsdóttir
  • Karítas Sveina Guðjónsdóttir
  • Karítas Sveina Guðjónsdóttir
  • Karítas Sveina Guðjónsdóttir
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar