Fréttapistill | 25. feb. 2025

Aldarafmæli Hraunbúa

Við hjónin fórum í einstaklega gleðilega heimsókn hjá skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði um helgina á aldarafmæli félagsins. Hraunbúar eru eitt elsta skátafélag landsins og hefur það starfað óslitið síðan 22. febrúar 1925. Þannig tengir félagsstarfið kynslóðir saman, eins og var bersýnilegt á hátíðarkvöldvöku þeirra þar sem við Bjössi tókum þátt í stórskemmtilegum samsöng með skátum á öllum aldri. Til hamingju með 100 ára afmælið, Hraunbúar!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 25. febrúar 2025.

  • 100 ára afmæli skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði. Ljósmynd: Rec Media
  • 100 ára afmæli skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði. Ljósmynd: Rec Media
  • 100 ára afmæli skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði. Ljósmynd: Rec Media
  • 100 ára afmæli skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði. Ljósmynd: Rec Media
  • 100 ára afmæli skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði. Ljósmynd: Rec Media
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar