Fréttapistill | 04. mars 2025

Góugleði Þorrasels

Nú stendur góan yfir samkvæmt gamla norræna tímatalinu og þótt vindar blási getum við huggað okkur við að samkvæmt þjóðtrúnni boðar það gott sumar ef fyrstu dagar góu eru stormasamir. Víða hefur skapast sú hefð að efna til góugleði. Við hjónin nutum þess að vera gestir í góugleði Þorrasels, en þar er dagþjálfun eldri borgara í vesturbæ Reykjavíkur. Auk þess að njóta þjóðlegra veitinga (sem ég verð að játa að mér hugnast betur en þorramaturinn) nutum við þess líka að spjalla við dvalargesti og hlýða á tónlist. Í lokin vorum við leyst út með gjöfum og má segja að við höfum fengið þar bæði handverk og hugverk: Útsaumaðan púða frá hagleikskonum og fallegt ljóð sem Sigurður Jónsson orti til okkar hjóna. Takk fyrir höfðinglegar móttökur, kæra Þorraselsfólk!

Forsetahjónunum fögnum við nú
hjá flestum er líklega ástæðan sú
að Höllu ber hæst í embættinu
en hann sér um flest í eldhúsinu.

Svo ekki verður annað séð
en ánægja ríki þetta með.
Enda má með sóma og sann
segja þetta um forsetann.

Það er svo gott að hafa Höllu
og hjónin bæði í öllu með.
Þau vilja gera gott úr öllu
það geta allir hinir séð.

 

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 4. mars 2025.

  • Sigurður Jónsson er ekki aðeins skáld heldur einnig píanóleikari og lék nokkur lög á píanótið í Góugleði Þorrasels.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar