Fréttapistill | 21. mars 2025

Gleðilegan Downs-dag!

Við Björn fengum góða heimsókn á Bessastaði í morgun frá fulltrúum Downs-félagsins sem færðu okkur ósamstæða sokka í tilefni alþjóðlega Downs-dagsins. Listakonurnar Arna Dís Ólafsdóttir og Lóaboratorium (Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir) hönnuðu sokkana í sameiningu til að fagna fjölbreytileika samfélagsins með táknrænum hætti.

Dagsetningin 21.3. er líka táknræn og vísar í þriðja eintakið af litningi 21 sem flestir einstaklingar með Downs-heilkennið eiga sameiginlegt. Markmið dagsins er að vekja jákvæða athygli á einstaklingum með Downs heilkenni og hvetja til virkrar þátttöku þeirra í samfélaginu. Gleðilegan Downs-dag!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 21. mars 2025.

  • Fulltrúar Downs-félagsins heimsækja Bessastaði á alþjóðlegum degi Downs-heilkennisins 21. mars.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar