Á morgun hefst þriggja daga ríkisheimsókn til Noregs, þar sem gestgjafar okkar verða Haraldur V. konungur og Sonja drottning ásamt Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Að auki tekur elsta dóttir þeirra, Ingrid Alexandra prinsessa, þátt í sinni fyrstu ríkisheimsókn og taka því þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar á móti okkur með mikilli viðhöfn við höllina á morgun.
Við hlökkum mikið til að styrkja með þessum hætti enn frekar söguleg tengsl Íslands við Noreg og vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara frændþjóða. Dagskráin verður fjölbreytt bæði í Ósló og Þrándheimi og má lesa nánar um hana hér á vefsíðu forsetaembættisins.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta, 7. apríl 2025.