Við hjónin erum nú á heimleið eftir þrjá stórkostlega daga í Ósló og Þrándheimi. Norska konungsfjölskyldan tók á móti okkur af einstakri hlýju og sama má segja um veðrið og alla þá fjölmörgu Norðmenn og Íslendinga sem tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá, sem ég mun segja nánar frá næstu daga. Við snúum aftur til Íslands með hjörtun full af gleði og þakklæti fyrir þetta tækifæri til að treysta dýrmæt vinabönd við okkar einstöku vinaþjóð, Noreg 🇮🇸 🇳🇴
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta, 10. apríl 2025.