Fréttapistill | 21. des. 2024

Ný ríkisstjórn á vetrarsólstöðum

Á ríkisráðsfundi í gær skipaði ég nýtt ráðuneyti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur. Ég óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í vandasömum starfa um leið og ég þakka fráfarandi stjórn fyrir þeirra störf.
Vetrarsólstöður voru líka i gær. Dimmasti tími ársins er að baki og nú tekur daginn að lengja á ný. Það er bjart framundan! Gleðilegan fjórða í aðventu.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 21. desember 2024.
  • Nýtt ráðuneyti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur, skipað á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Ljósmynd: Sigurjón Ragnar
  • Með nýrri ríkisstjórn að loknum fundi í ríkisráði á Bessastöðum. Ljósmynd: Sigurjón Ragnar
  • Með forystukonum ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Ingu Sæland, Kristrúnu Frostadóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Ljósmynd: Sigurjón Ragnar
  • Síðast fundur í ríkisráði með fráfarandi starfsstjórn Bjarna Benediktssonar. Ljósmynd: Sigurjón Ragnar
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar