Skjaldarmerki og fáni forseta Íslands
Forseti Íslands hefur sérstakt skjaldarmerki og fána; fáninn er meðal annars notaður á forsetasetrinu á Bessastöðum og á bifreið forseta.
Fáni forseta Íslands er hinn íslenski tjúgufáni, þ.e. þjóðfáninn klofinn að framan. Í honum, þar sem armar krossmarksins mætast, er skjaldarmerki Íslands og skjaldberar í hvítum, ferhyrndum reit.
Tjúgufáninn er að því leyti frábrugðinn hinum almenna þjóðfána að ytri reitir hans eru þrefalt lengri en stangarreitirnir og klauf upp í hann að framan, skorin eftir beinum línum, dregnum frá ytri hornum fánans inn að miðlínu hans. Línur þessar skera innjaðra ytri reitanna, þar sem saman koma 4/7 ytri og 3/7 innri hlutar lengdar þeirra. Þar, sem línur þessar nema við arm rauða krossins, er hann þverskorinn.
Notkun fána forseta Íslands fer eftir ákvörðun forsetaembættisins.
Samkvæmt lögum nr 39, 8. júlí 1944, á forseti Íslands sérstakt merki. Það er skjöldur, að lögun og lit sem skjöldurinn í skjaldarmerki Íslands, en þar sem armar krossmarksins mætast er hvítur,
Lög og reglur
Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið 1944 nr. 34 17. júní
Forsetaúrskurður um fánadaga og fánatíma
Auglýsing um liti íslenska fánans 1991 nr. 6 23. janúar
Fá má nánari upplýsingar um þjóðfánann, ríkisfánann og skjaldarmerki Íslands á vef forsætisráðuneytisins.
Hér má sjá stærri mynd af skjaldarmerki forseta.