Björn Skúlason

Björn Skúlason er fæddur í Reykjavík 20. júlí árið 1973, sonur Esterar Guðlaugar Karlsdóttur og Skúla Magnússonar.

Björn ólst upp í Grindavík og vann lengstum við fiskvinnslu á uppvaxtarárunum.
Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stundaði íþróttir frá unga aldri og lék meðal annars knattspyrnu með Grindavík og KR í meistaraflokki.

Á árunum 1993-1996 nam Björn viðskiptafræði við Auburn háskólann í Montgomery Alabama og lék þar með knattspyrnuliði skólans. Árið 2004 útskrifaðist hann svo með meistaragráðu í stjórnunarsálfræði frá University of Essex á Englandi. Árið 2012 stundaði hann matreiðslunám við Natural Gourmet Institute í New York.

Björn hefur starfað hjá Tryggingamiðstöðinni og í eignastýringu hjá Íslandsbanka og Auði Capital. Hann var framkvæmdastjóri Nóatúns, rak eigin veisluþjónustu í Kaupmannahöfn og bjó til og kenndi matreiðslunámskeið sem hétu Karlar sem kokka. Í dag rekur hann fyrirtækið just björn sem framleiðir og markaðssetur í Bandaríkjunum náttúruleg fæðubótarefni, unnin úr fiskafurðum frá Norðurlöndum.

Björn og Halla Tómasdóttir eiga tvö börn, Tómas Bjart og Auði Ínu.

Björn er verndari eftirfarandi félagasamtaka og verkefna: 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar