Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum
Félagið Umhyggja var stofnað árið 1980 en upphafið að stofnun þess má rekja til þess að fagfólk í heilbrigðisgeiranum taldi að börn sýndu alvarleg streitueinkenni við sjúkrahúsinnlagnir. Fyrsta verk félagsins var að stuðla að því að foreldrar fengju að vera hjá börnum sínum þegar þau væru lögð inn á sjúkrahús.
Fyrstu árin var Umhyggja nær eingöngu félag fagfólks en árið 1995 varð félagið að þverfaglegum regnhlífarsamtökum. Um leið fengu foreldrar sæti í stjórn ásamt fagfólki. Umhyggja hefur efnt til samstarfs við við önnur hagsmunasamtök langveikra og fatlaðra barna.
Umhyggja er aðili að NOBAB, Nordisk forening for syke barns behov, og einnig að EACH, sem eru evrópsk samtök um réttindi barna inni á sjúkrahúsum.
Forseti Íslands er verndari Umhyggju.