Verðlaun og viðurkenningar
Forseti afhendir tiltekin verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal viðurkenningar sem sérstaklega eru tengdar forseta Íslands. Í sumum tilvikum er um árvissa atburði að ræða (sjá einnig síðu um samtök og atburði sem forseti verndar og síðu um fálkaorðuna).
Verðlaun
Íslensku lýðheilsuverðlaunin
Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn vorið 2023 í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Geðhjálp.
Íslensku bjartsýnisverðlaunin
Verðlaunin eru veitt í samstarfi við ÍSAL og má Sjá má lista yfir verðlaunahafa á vefsíðu þess fyrirtækis.
Íslensku bókmenntaverðlaunin
Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda og má sjá lista yfir verðlaunahafa á vefsíðu félagsins.
Íslensku menntaverðlaunin
Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni. Auk embættis forseta Íslands standa að verðlaununum mennta- og barnamálaráðuneyti, innviðaráðuneytið og fjöldi félagasamtaka. Lesa má um verðlaunin á vef Samtaka áhugafólks um skólaþróun.
Íslensku þekkingarverðlaunin
Það er Félag viðskipta- og hagfræðinga sem stendur að þessum verðlaunum og heldur skrá yfir verðlaunahafa á vef sínum.
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Lesa má um keppnina á vefsíðu hennar, nkg.is.
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands
Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Nýsköpunarsjóð námsmanna.
Orðstír – verðlaun þýðenda
Að verðlaununum standa, auk embættis forseta Íslands, Bandalag þýðenda og túlka, Bókmenntahátíð, Íslandsstofa og Miðstöð íslenskra bókmennta. Á vefsíðu Miðstöðvarinnar má sjá lista yfir verðlaunahafa.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi
Stjórnvísi stendur að árlegum verðlaunum sem forseti Íslands efhendir. Listi yfir verðlaunahafa.
Útflutningsverðlaun forseta Íslands
Þau eru veitt í samstarfi við Íslandsstofu sem er bakhjarl þeirra og veitir upplýsingar á vef sínum um verðlaunahafa.
Viðurkenningar
• Afreksmerki hins íslenska lýðveldis
• Forsetamerki skáta – veitt rekkaskátum við lok þjálfunar
• Heiðursmerki Rauða kross Íslands – veitt fyrir störf að mannúðarmálum
• Heiðurspeningur forseta Íslands – veittur fyrir þjónustu við forseta Íslands