• Ljósmyndir: Páll M. Skúlason.
Fréttir | 21. júlí 2024

Skálholtshátíð

Forsetahjón sækja Skálholtshátíð. Í ár voru liðin 75 ár frá því að hún var haldin í fyrsta sinn. Þess var minnst með ráðstefnum, tónlist og messugjörð. Þá flutti forseti ávarp á hátíðardagskrá í Skálholtsdómkirkju. Í máli sínu minnti forseti á merkisstundir og afdrifaríka viðburði í sögu Skálholtsstaðar, ekki síst siðaskiptin með vígi Jóns Arasonar og sona hans. Þá ræddi forseti um Bessastaðakirkju og sögu trúartákna á turni hennar. Einnig vék forseti að eigin trúarsögu og stöðu utan trúfélaga. Ávarp forseta má lesa hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar