Fréttir | 05. nóv. 2021

League of Legends

Forseti tekur á móti stjórnendum bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Riot Games og aðstandendum heimsmeistaramótsins í League of Legends sem nú fer fram á Íslandi. Með í för voru einnig Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands og Pétur Þ. Óskarsson forstjóri Íslandsstofu. Heimsmeistaramótið í League of Legends er stærsta rafíþróttamót heims og fylgjast milljónir áhorfenda með útsendingu þess. Forseti ræddi við skipuleggendur mótsins um vaxandi vinsældir rafíþrótta og hitti einnig liðin tvö sem leika til úrslita, kínverska liðið Edward Gaming og suður-kóreska liðið Damwon Gaming. Úrslitaleikur heimsmeistaramótsins fer fram í Laugardalshöll á morgun, 6. nóvember. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar