Fréttir | 28. sep. 2022

Ullarsokkar til Úkraínu

Forseti heimsækir félagsmiðstöð eldri borgara að Gjábakka í Kópavogi, þar sem hannyrðafólk leggur sitt af mörkum til söfnunarátaksins Sendum hlýju. Að átakinu stendur hópur sjálfboðaliða og er markmið þess að prjóna ullarsokka sem gagnast geti í komandi vetrarhörkum í Úkraínu. Móttökustöðvar fyrir ullarsokka eru um allt land og mun utanríkisráðuneytið í samvinnu við stjórnvöld í Úkraínu tryggja að afraksturinn komist til skila á réttan stað.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar