• Peter Balik, viðskipta- og innviðaráðherra Slóvakíu, og Milan Chrenko, umhverfisráðherra Slóvakíu, ásamt forseta.
  • Forseti ásamt sendinefndum frá Slóvakíu.
  • Forseti ásamt viðskiptasendinefnd frá Slóvakíu.
  • Roman Bužek, sendiherra Slóvakíu gagnvart Íslandi, Peter Balik, viðskipta- og innviðaráðherra Slóvakíu, og Milan Chrenko, umhverfisráðherra Slóvakíu, ásamt forseta.
Fréttir | 19. sep. 2023

Sendinefndir frá Slóvakíu

Forseti tekur á móti sendinefndum frá Slóvakíu sem komnar eru hingað til lands til að kynna sér reynslu Íslendinga af nýtingu grænnar orku. Fyrir sendinefndunum fóru ráðherra umhverfismála í Slóvakíu, Milan Chrenko, og viðskipta- og innviðaráðherra landsins, Peter Balik. Í för með ráðherrunum var viðskiptasendinefnd og sendinefnd skipuð sérfræðingum í orkumálum. 

Heimsóknin kemur í kjölfar opinberrar heimsóknar forsetahjóna til Slóvakíu árið 2022. Þá hélt þangað fjöldi fulltrúa úr íslensku viðskiptalífi með það markmið að efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar. Grænvangur skipuleggur ferð slóvakísku sendinefndanna hingað til lands.

Pistill forseta um opinbera heimsókn til Slóvakíu 2022.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar