Fréttapistill | 19. ágú. 2023

Reykjavíkurmaraþon alltaf jafngaman

Alltaf er jafngaman að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Í morgun hlupum við hjónin og einn drengurinn eitt maraþon samtals. Ég þakka öllum sem hvöttu okkur hlauparana til dáða á hliðarlínunni, það munar um það.

Nú bíður opið hús á Bessastöðum, því við Eliza tökum á móti gestum milli kl. 14 og 17 í dag. Margt fróðlegt og fallegt er að sjá í Bessastaðastofu og kirkjunni og svo verða eldri bifreiðar forsetaembættisins til sýnis á hlaðinu. Verið öll hjartanlega velkomin og gleðilega Menningarnótt!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 19. ágúst 2023.

  • Við marklínu Reykjavíkurmaraþonsins að loknu hálfmaraþoni. Ljósmynd/ Eva Björk
  • Við marklínu Reykjavíkurmaraþonsins að loknu hálfmaraþoni. Ljósmynd/ Eva Björk
  • Við marklínu Reykjavíkurmaraþonsins að loknu hálfmaraþoni. Ljósmynd/ Eva Björk
  • Við marklínu Reykjavíkurmaraþonsins að loknu hálfmaraþoni. Ljósmynd/ Eva Björk
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar