Fréttapistill | 10. nóv. 2023

Hættustigi lýst yfir

Jörð skelfur nú á Reykjanesi sem aldrei fyrr á þessu ári. Hættustigi hefur verið lýst yfir og eldgos gæti verið í vændum nærri Grindavík, jafnvel á næstu sólarhringum. Ég hugsa hlýtt til allra íbúa þar og þeirra sem nú sinna almannavörnum og hjálp í viðlögum. Við stjórnum ekki náttúrunni en þegar vanda og vá ber að höndum stöndum við Íslendingar saman. Höldum ró okkar og hjálpumst að.

Uppfært: Almannavarnir hafa nú lýst yfir neyðarstigi og stendur rýming Grindavíkur yfir. Nú reynir heldur betur á samstöðu og seiglu okkar Íslendinga.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 10. nóvember 2023.

  • Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar